
„ Við náðum að spila boltanum vel, kerfið gekk upp. Leiðinlegt að fá á sig ark en við skoruðum úr tveim hornum,“ sagði Lillý Rut Hlynsdóttir, fyrir Þór/KA eftir sigur liðsins á Fylki í dag.
Eftir að staðan var orðin 4-1 gerðu norðanmenn tvöfalda skiptingu, Lillý hafði þetta að segja:„ Einhver smá eymsli, ekkert alvarlegt og þær spiluðu vel sem komu inná. “
Aðspurð um hvort liðið hafi átt von á því að vera með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir sagði hún: „ Já auðvitað, við förum í alla leiki til að vinna og það var markmiðið fyrir mótið. Þetta er bara eins og það á að vera. “
Athugasemdir