Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 07. maí 2020 20:00
Ívan Guðjón Baldursson
Man Utd að stela táningi frá Barcelona
Pique skipti til Man Utd en hélt svo aftur til Barca.
Pique skipti til Man Utd en hélt svo aftur til Barca.
Mynd: Getty Images
Albert Rogé, fréttamaður Sport sem sérhæfir sig í Barcelona og La Masia akademíunni, heldur því fram að félagaskipti Marc Jurado til Manchester United séu frágengin.

Jurado neitaði að skrifa undir nýjan samning við Barca og þurfa Rauðu djöflarnir að greiða 1,5 milljón evra fyrir þennan 16 ára bakvörð.

Jurado hefur verið meðal bestu leikmanna unglingaliðs Barca á leiktíðinni og hafnaði nokkrum samningstilboðum frá félaginu í vor.

Jurado er einn af þremur táningum sem munu ganga í raðir Man Utd næsta sumar. Tékkneski markvörðurinn Radek Vitek er einnig á leið til félagsins rétt eins og Joe Hugill, 16 ára framherji Sunderland.

Jurado yrði ekki fyrsti táningurinn í sögu Barcelona til að skipta yfir í enska boltann. Gerard Pique skipti til Man Utd á sínum tíma og þá eru félagaskipti Cesc Fabregas til Arsenal enn fersk í manna minnum. Báðir þessir leikmenn héldu þó aftur til Barca, ekki ósvipað Gerard Deulofeu sem leikur fyrir Watford.
Athugasemdir
banner
banner
banner