Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 07. maí 2021 21:40
Brynjar Ingi Erluson
Frakkland: Ekkert fær stöðvað Lille
Burak Yilmaz skoraði tvö fyrir Lille og er kominn með fimmtán mörk í deildinni
Burak Yilmaz skoraði tvö fyrir Lille og er kominn með fimmtán mörk í deildinni
Mynd: EPA
Franska liðið Lille er skrefi nær því að fagna deildarmeistaratitlinum eftir 3-0 sigur á Lens í kvöld. Liðið er á toppnum með 79 stig þegar tveir leikir eru eftir.

Lille hefur spilað afar skemmtilegan fótbolta á þessu tímabili og er með afar spennandi lið þrátt fyrir ófarir félagsins síðustu mánuði en það var hársbreidd frá því að fara í gjaldþrot í desember.

Liðið hefur unnið fimm af síðustu sex leikjum sínum. Burak Yilmaz kom Lille yfir úr vítaspyrnu á 4. mínútu áður en hann bætti við öðru undir lok fyrri hálfleiks.

Kanadíski framherjinn Jonathan David gulltryggði síðan 3-0 sigurinn á 60. mínútu.

Lille er í efsta sæti með 79 stig, fjórum stigum meira en Paris Saint-Germain sem á leik til góða. Lille mætir Saint Etienne á heimavelli í næstu umferð og mætir svo Angers í lokaumferðinni.

PSG mætir Rennes á sunnudag á útivelli, leikur sem gæti reynst þeim erfiður. Liðið mætir svo Reims og Brest í lokaumferðunum.
Athugasemdir
banner
banner