Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   fös 07. maí 2021 13:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Jósef Kristinn spáir í aðra umferð Pepsi Max-deildarinnar
Jobbi
Jobbi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eyjó Héðins
Eyjó Héðins
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hjörvar Hafliðason var með tvo rétta þegar hann spáði í leiki fyrstu umferðar Pepsi Max-deildarinnar.

Grindvíkingurinn Jósef Kristinn Jósefsson er spámaður umferðarinnar. Jobbi lagði skóna á hilluna eftir síðasta tímabil en hann lék síðustu fjögur ár ferilsins með Stjörnunni. 2. umferðin hefst í kvöld og lýkur á sunnudag.

KR 1 - 0 KA (Í kvöld klukkan 18:00)
KR-ingar byrja leikinn illa en ná að vinna sig vel inní leikinn í seinni hálfleik. Þessi leikur fer 1-0 fyrir KR.KA tekst ekki að gera enn eitt jafnteflið. Betir meiðist og Gaui Carra kemur vel graður inn á og ver víti.

ÍA 2 - 0 Víkingur R. (Laugardag klukkan 19:15)
Þessi leikur fer 2-0 fyrir ÍA Jói afsannar allar spár en fær rautt spjald í þessum leik verður orðinn vel þreyttur á Elíasi Inga 4 dómara leiksins. Óttar Bjarni skorar í þessum leik ásamt Viktori

HK 1 - 0 Fylkir (Laugardag klukkan 19:15)
Eftir afar leiðinlegt jafntefli í fyrstu umferð hjá HK koma HK ingar sterkir inn með Valgeir fremstan í flokki. Leikurinn endar 1-0 Valgeir klárar leikinn með laglegu marki.

Leiknir 2 - 2 Breiðablik (Laugardag klukkan 19:15)
Leiknir mæta jafn peppaðir í þennan leik eins og á móti Stjörnunni og uppskera jafntefli. Þeir verða jafntefliskóngar Peps i max 2021. Leikurinn fer 2-2

FH 1 - 2 Valur (Sunnudag klukkan 19:15)
Eftir góða sigra hjá báðum liðum verður þetta stál í stál leikur. Eggert og Haukur Páll fá báðir rautt. Þessi leikur mun enda 2-1 fyrir Val Kaj leo og Birkir már skora í þessum leik en Gummi Kri fyrir FH

Keflavík 0 - 3 Stjarnan (Sunnudag klukkan 19:15)
Eftir áhugaverða viku hjá mínum mönnum í Stjörnunni þá fara þeir til Keflavíkur og sigra auðveldan 3-0 sigur á Keflavík. Sölvarinn setur eitt mark Emil Atla setur eitt og svo skorar Eyjólfur Héðins eitt, fagnar marki sínu með að hlaupa út á hliðarlínu og kyssir Fanndísi. Hann verður tekinn útaf í kjölfarið. Hilmar fær hinvegar rautt fyrir kjaft.

Fyrri spámenn:
Hjörvar Hafliða - 2 réttir
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner