Patrick Pedersen, danski framherjinn hjá Val gat verið ansi sáttur við kvöldið hjá sér.
Hann skoraði tvö mörk í 3-0 sigri sinna manna gegn KR.
Hann skoraði tvö mörk í 3-0 sigri sinna manna gegn KR.
Lestu um leikinn: Valur 3 - 0 KR
„Mér líður mjög vel, ég er að skora mikið af mörkum í síðustu leikjum."
„Við spiluðum vel, við spiluðum vel sem lið. Við erum að berjast um hvern einasta bolta."
Pedersen er í mjög góðu standi um þessar mundir.
„I'm on fire, mér líður vel, ég er í góðu formi."
Valur hefur ekki fengið á sig mark í síðustu þremur leikjum og unnið þá alla. Pedersen er mjög sáttur við miðverði liðsins.
„Við erum með mjög góða vörn. Thomas og Orri hafa verið mjög góðir."
Fyrsta mark leiksins var vítaspyrna sem Pedersen bæði fékk og skoraði úr. Hann var alltaf öruggur um að hann myndi skora.
„Þetta var alltaf vítaspyrna. Hann fór í löppina mína. Ég skoraði þrjú mörk í síðasta leik, það er alltaf gott fyrir sjálfstraustið."
Pedersen segir Valsliðið geta náð langt.
„Það er erfitt að segja. Það er lítið búið en ég held við getum náð langt."
Athugasemdir























