Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   mán 07. júní 2021 12:20
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Hvað er í gangi með markverðina í Lengjudeildinni?
Lengjudeildin
Stefán Þór Ágústsson, markvörður Selfyssinga.
Stefán Þór Ágústsson, markvörður Selfyssinga.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Síðustu tvo laugardaga hefur verið rætt um það í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977 hversu algeng markmannsmistök hafa verið í Lengjudeild karla.

„Hvað er í gangi með markverðina í Lengjudeildinni? Flestir markverðir deildarinnar eru með allt niðrum sig," segir Elvar Geir og Tómas Þór tekur undir.

„Við viljum meira frá markvörðunum í þessari deild. Það er klárt mál."

Margir markverðir hafa ekki verið að finna sig, þar á meðal er Stefán Þór Ágústsson hjá Selfossi sem hefur gerst sekur um mörg dýrkeypt mistök. Í liðinni viku tapaði Selfoss fyrir Grindavík 1-0 en Stefán gerði slæm mistök í eina marki leiksins.

„Hvað var Stefán að gera? Hann er búinn að gefa mark held ég í hverjum leik. Hvað ætlaði hann að gera á móti Grindavík? Ætlaði hann að stíga á boltann þegar Aron skaut honum í átt að markinu? Þetta var skelfilegt," segir Tómas Þór.

Selfoss er með fjögur stig í Lengjudeildinni og er í fallsæti. Uppskera liðsins hefur ekki verið góð.

„Þeir eru vissulega nýliðar en þegar þú ert að sækja Gary Martin, ert með Tokic frammi og fleiri öfluga leikmenn, þá á uppskeran að vera meiri. Þetta er bara vond byrjun hjá Selfyssingum," segir Elvar.

„Þeir ætluðu sér stærri hluti en fólk er að tala um. Gary Martin er ekki enn búinn að skora. Þegar þeir sóttu hann frá Vestmannaeyjum voru Selfyssingar ekki að kaupa leikstjórnandann Gary Martin. Hann hefur fengið borgað undanfarin ár því hann er markavél. Ég held að Selfyssingar hafi keypt Gary Martin því hann átti að skora mörk," segir Tómas Þór.
Útvarpsþátturinn - Freysi og öll helstu fótboltamálin
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner