Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   mán 07. júní 2021 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Nat Phillips á eftir að ræða við Liverpool um framtíðina
Nat Phillips var öflugur á lokasprettinum með Liverpool
Nat Phillips var öflugur á lokasprettinum með Liverpool
Mynd: Getty Images
Enski varnarmaðurinn Nathaniel Phillips vonast til að framlengja samning sinn við enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool í sumar en hann ræðir tímabilið við Liverpool Echo.

Phillips er 24 ára gamall og fyrir tímabilið átti hann lítinn möguleika á að fá spiltíma hjá Liverpool.

Meiðsli hjá Virgil van Dijk, Joel Matip og Joe Gomez varð til þess að hann var kallaður inn í liðið. Hann spilaði iðulega við hlið Rhys Williams í vörninni og stóð sig vel, þá sérstaklega í síðustu leikjum tímabilsins.

Liverpool hefur nú fest kaup á Ibrahima Konate frá RB Leipzig og þá er Van Dijk, Gomez og Matip að stíga upp úr meiðslum en hann vonast til að framlengja við félagið.

„Ég held að staðan sé þannig að félagið bjóst ekki við að ég myndi spila eins og ég gerði. Kannski héldu þeir að ég myndi bara spila og gera mína vinnu og svo gætu þeir selt mig en þeir eru að skoða stöðuna. Ég er ekki viss," sagði Phillips.

„Ég þarf að ræða við klúbbinn og sjá hvort þeir hafi not fyrir mig og hvaða hlutverk ég fæ. Þetta fer allt eftir því hvernig þeir sjá þetta fyrir sér. Ég þarf að ákveða hvað er best fyrir mig."

„Ég hef dýrkað þennan tíma hjá Liverpool og það að hafa fengið svona mikla hlýju frá stuðningsmönnunum á þessu ár og bara yfir höfuð fengið tækifæri til að spila fyrir félagið."

„Ég hef elskað hverja einustu mínútu og væri til að spila áfram með Liverpool. Ég þarf samt að taka það inn í myndina hvað er best fyrir ferilinn og það fer algerlega eftir því hvaða klúbburinn segir og ég ákveð svo framtíðina í kjölfarið,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner