„Þetta var eins og við var að búast, erfiður leikur. Selfoss hörkulið, vel spilandi lið og vel skipulagt." sagði Ásmundur Arnarsson eftir 1-0 sigur gegn Selfoss í Bestu-deild kvenna í kvöld.
Lestu um leikinn: Breiðablik 1 - 0 Selfoss
„Mér fannst við vera ofan á í leiknum. Vorum að vinna boltann, sérstaklega í fyrri hálfleik á hættulegum stöðum. Það vantaði svona herslumuninn til að skapa góð færi eftir það. Það var eitthvað sem við gátum gert betur í fyrri hálfleik en skorum gott mark og við sköpuðum okkur fleiri möguleika þannig að mér fannst heilt yfir leikurinn nokkuð solid hjá mínu liði og ánægður með loka niðurstöðuna."
Breyttir þú eitthvað leikskipulaginu fyrir þennan leik?
„Breytti nú ekki mikið leikskipulaginu fyrir þennan leik frá síðasta leik en við svona breyttum aðeins áherslum þá. Erum kannski að reyna byggja ofan á það frekar og slípa það til."
Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan
Athugasemdir