Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 07. júní 2022 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ívar Orri dæmir hjá Smith Rowe og Harvey Elliott
Ívar Orri Kristjánsson.
Ívar Orri Kristjánsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það verður íslenskt dómarateymi að störfum þegar U21 landslið Englands leikur við Albaníu í dag.

Dómari leiksins verður Ívar Orri Kristjánsson, aðstoðardómarar þeir Birkir Sigurðarson og Jóhann Gunnar Guðmundsson og fjórði dómari verður Þorvaldur Árnason.

Ívar Orri hefur verið að gera fína hluti sem dómari í Bestu deildinni og fær núna skemmtilegt tækifæri á erlendum vettvangi ásamt góðum aðstoðarmönnum.

Leikurinn fer fram í Chesterfield á Englandi og hefst hann klukkan 18:45 að íslenskum tíma.

Leikurinn er í undankeppni EM og getur England styrkt stöðu sína á toppi riðilsins með sigri. Í enska liðinu eru leikmenn á borð við Emile Smith Rowe og Harvey Elliott.
Athugasemdir
banner
banner
banner