þri 07. júní 2022 14:32
Elvar Geir Magnússon
Úrvalslið verðmætustu leikmanna heims
Mynd: Daily Mail
Kylian Mbappe og Erling Haaland leiða sóknarlínuna í úrvalsliði verðmætustu leikmanna heims. Sett var saman lið í leikkerfið 4-3-3 þar sem farið var eftir lista CIES Football Observatory.

Haaland er á leið til Manchester City en auk hans eru í úrvalsliðinu varnarmennirnir Ruben Dias og Joao Cancelo sem spila fyrir City og miðjumaðurinn Phil Foden.

Liverpool á einn fulltrúa en það er bakvörðurinn Trent Alexander-Arnold.

Í sókninni er Vinicius Junior sem hjálpaði Real Madrid að vinna Meistaradeild Evrópu.

CIES horfir til verðmæti leikmanna eftir launagreiðslum, frammistöðu liða þeirra og lengdar á samningum. Þar er Mbappe verðmætastur .

Jude Bellingham, sem spilaði með Haaland hjá Dortmund, er í liðinu en verðmæti þessa 18 ára leikmanns hefur aukist gríðarlega síðan hann fór til Þýskalands frá Birmingham City 2020. Hann er á ungri miðju þar sem einnig er Pedri, stjarna Barcelona.

Gianluigi Donnarumma er metinn verðmætasti markvörður heims og í vörninni er króatíski varnarmaðurinn Josko Gvardiol sem er tvítugur og vakið mikla athygli hjá RB Lepzig.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner