banner
   þri 07. júní 2022 19:23
Ívan Guðjón Baldursson
Van Gaal: Timber verður að fá spiltíma í Manchester
Búist er við að Timber verði í byrjunarliði Hollands gegn Wales. Virgil van Dijk verður hvíldur.
Búist er við að Timber verði í byrjunarliði Hollands gegn Wales. Virgil van Dijk verður hvíldur.
Mynd: EPA

Louis van Gaal, landsliðsþjálfari Hollands og fyrrum knattspyrnustjóri Manchester United, hefur miklar mætur á varnarmanninum Jurriën Timber.


Hinn tvítugi Timber er lykilmaður í liði Ajax og á góðri leið með að vinna sér inn byrjunarliðssæti í hollenska landsliðinu.

Man Utd hefur verið orðað sterklega við Timber og vill Erik ten Hag, fráfarandi þjálfari Ajax, fá hann með sér yfir til Manchester.

„Ég held að það verði ekki vandamál fyrir hann að spila í ensku úrvalsdeildinni. Þetta er alvöru gæðaleikmaður. Stærsta spurningin er hvort hann fái nægan spiltíma," sagði Van Gaal á fréttamannafundi fyrir útileik Hollands gegn Wales í Þjóðadeildinni.

„Hann verður að fá spiltíma í haust ef hann vill fara með hópnum til Katar. Ef hann fær ekki spiltíma í Manchester þá er ekki sniðugt fyrir hann að skipta um félag."


Athugasemdir
banner
banner