Branthwaite á lista Man Utd - Lampard vill ræða við Rangers - Messi ætlar að klára ferilinn í Argentínu
   mið 07. júní 2023 15:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bestur í 3. deild - Maður leiksins í nágrannaslagnum
Arian Ari Morina (Ýmir)
watermark Arian Ari Morina.
Arian Ari Morina.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arian Ari Morina, leikmaður Ýmis, er leikmaður 5. umferðar í 3. deild karla í boði JAKO.

Hann skoraði bæði og lagði upp þegar Ýmir vann 2-3 útisigur gegn Augnabliki í grannaslag í Kópavogi.

„Hann var frábær í þessum sigri," sagði Sverrir Mar Smárason í Ástríðunni.

Gylfi Tryggvason var á leiknum og sagði: „Þeir lágu niðri og beittu skyndisóknum, en hann gerði það sitt svo vel. Hann er með mikinn kraft og hraða. Hann var það sem skildi á milli."

Hægt er að hlusta á Ástríðuna hér að neðan og í öllum hlaðvarpsveitum.

Næsta umferð í 3. deild verður leikin í heild sinni í kvöld en hægt er að sjá hvaða leikir eru hér fyrir neðan.

3. deild karla
18:00 Víðir-Magni (Nesfisk-völlurinn)
19:15 Elliði-Árbær (Würth völlurinn)
19:15 ÍH-Augnablik (Skessan)
19:15 KFS-Reynir S. (Týsvöllur)
19:15 Ýmir-Kormákur/Hvöt (Kórinn)
20:00 Kári-Hvíti riddarinn (Akraneshöllin)

Bestir í fyrri umferðum:
1. umferð - Vilhjálmur Jónsson (Árbær)
2. umferð - Eysteinn Þorri Björgvinsson (Augnablik)
3. umferð - Örvar Óðinsson (Magni)
4. umferð - Marteinn Theodórsson (Kári)
Ástríðan 5. umferð - Árbær stoppaði Víði og Þróttur vann toppslaginn
Athugasemdir
banner
banner