De Zerbi á blaði Real Madrid - Ekki hægt að laga samband Ten Hag og Sancho - Chelsea vill fá vinstri bakvörð
   fös 02. júní 2023 12:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bestur í 3. deild - Það var ekki hægt að keppa við hann
Marteinn Theodórsson (Kári)
watermark Marteinn Theodórsson.
Marteinn Theodórsson.
Mynd: ÍA
Marteinn Theodórsson, leikmaður Kára, er leikmaður fjórðu umferðar í 3. deild karla í boði JAKO.

Marteinn skoraði tvennu þegar Kári vann flottan 1-3 sigur á Elliða í síðustu umferð.

„Hann var 'unplayable' í þessum leik og það var ekki hægt að keppa við hann," sagði Sverrir Mar Smárason, liðsfélagi hans, í Ástríðunni.

„Marteinn Theodórs er vel að þessu kominn," sagði Sverrir jafnframt og bætti Halli Óla við: „Það er erfitt að velja einhvern annan."

Hægt er að hlusta á Ástríðuna hér að neðan og í öllum hlaðvarpsveitum.

Fimmta umferðin í 3. deild hófst í gærkvöldi og heldur áfram í kvöld. Það eru tveir leikir á dagskrá í kvöld og svo klárast umferðin á morgun með þremur leikjum.

Bestir í fyrri umferðum:
1. umferð - Vilhjálmur Jónsson (Árbær)
2. umferð - Eysteinn Þorri Björgvinsson (Augnablik)
3. umferð - Örvar Óðinsson (Magni)
Ástríðan 4. umferð - Víðir með fullt hús og KF enn án stiga
Athugasemdir
banner
banner
banner