banner
   mið 07. júní 2023 19:53
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Besta deild kvenna: Misnotuð vítaspyrna og sjálfsmark í hörkuleik í Kópavogi
Andrea Mist skoraði beint úr hornspyrnu
Andrea Mist skoraði beint úr hornspyrnu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Breiðablik 1 - 1 Stjarnan
0-1 Andrea Mist Pálsdóttir ('60 )
0-1 Agla María Albertsdóttir ('68 , misnotað víti)
1-1 Málfríður Erna Sigurðardóttir ('70 , sjálfsmark)
Lestu um leikinn


Breiðablik fékk Stjörnuna í heimsókn í síðasta leik sjöundu umferðar Bestu deildar kvenna á Kópavogsvöllinn í kvöld.

Liðin voru í 3. og 4. sæti deildarinnar fyrir leikinn. Blikar með 12 stig og Stjörnukonur með 10 stig.

Staðan var markalaus í hálfleik en gestirnir komust yfir eftir klukkutíma leik þegar Andrea Mist Pálsdóttir skoraði beint úr hornspyrnu.

Eftir markið kom svo sannarlega líf í leikinn en tæpum 10 mínútum eftir markið fékk Breiðablik vítaspyrnu. Agla María Albertsdóttir steig á punktinn en hún skaut boltanum í utanverða stöngina og framhjá.

Stuttu síðar náðu Blikar að jafna metin þegar Málfríður Erna Sigurðardóttir fékk fyrirgjöf í andlitið og boltinn fór í netið.

Stjörnukonur hefðu getað tekið öll stigin þegar Gunnhildur Yrsa átti fyrirgjöf á kollinn á Jasmín Erlu en boltinn fór rétt framhjá.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner