Lionel Messi hefur staðfest að hann muni ganga til liðs við Inter Miami í MLS deildinni í Bandaríkjunum.
Þessi 35 ára gamli Argentínumaður hefur leikið með PSG frá 2021 þegar hann gekk til liðs við félagið frá Barcelona en hann var orðaður við endurkomu til spænska félagsins.
Nú er það orðið ljóst að ekkert verður úr því og hann er á leið í MLS deildina.
Einnig var greint frá því að hann hafi fengið tilboð frá Sádí Arabíu en ekki viljað flytja með fjölskylduna þangað.
„Ég hef tekið ákvörðun um að fara til Miami. Ég er ekki búinn að klára þetta 100%. Það á enn eftir að klára nokkur smáatriði," sagði Messi.
— Inter Miami CF (@InterMiamiCF) June 7, 2023
Athugasemdir