Gallagher á lán til Man Utd? - Villa hefur áhuga á Johnson - Tottenham hefur hætt við að reyna að fá Semenyo
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
   mið 07. júní 2023 00:35
Elíza Gígja Ómarsdóttir
Þórdís Elva: Sérfræðingar og aðrir mega tala um eitthvað annað
Kvenaboltinn
Þórdís fagnar markinu
Þórdís fagnar markinu
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

Bara ánægð, erfiður leikur. Þær spila fínan fótbolta og við vissum að við þyrftum að vera þolinmóðar til að ná að vinna hérna í dag“ sagði Þórdís Elva Ágústsdóttir, leikmaður Vals, eftir 1-0 sigur á Þór/KA á Hlíðarenda í kvöld. 


Lestu um leikinn: Valur 1 -  0 Þór/KA

Valsarar óðu í færum allan leikinn og það var eiginlega með ólíkindum að þær hafi ekki náð að setja mark í fyrri hálfleik. Þær misstu þó ekki dampinn og komu með hausinn rétt skrúfaðan á í seinni hálfleik en hvað var rætt í hálfleiknum sjálfum?

Við vissum að við værum búnar að vera meira með boltann og værum búnar að fá sóknir á þær, við þurftum bara að halda áfram. Að spila á móti svona liði eins og Þór/KA, maður verður að vera þolinmóður annars gengur þetta ekki upp.“

Þórdís skoraði eina mark leiksins og það var svo sannarlega ekki af verri endanum. Aðspurð hvernig henni hafi liðið að sjá boltann í netinu segir hún: „Mér leið mjög vel. Ég fékk hann þarna uppi og vissi af Elísu í hlaupinu en þegar ég sá hvar boltinn lá fyrir mér þá tók ég skotið.“

Valsarar eru efstir í deildinni eins og er þrátt fyrir að hafa misst mikið úr liðinu sem vann tvennuna í fyrra en hvernig birtist þetta Valskonum?

Við vitum alveg hvað við getum og það mega aðrir sérfræðingar og aðrir tala um eitthvað annað en við erum bara að fókusa á okkur sjálfar.“ 

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan. 


Athugasemdir
banner
banner