Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
Jökull eftir stórt tap: Við brotnum aðeins
Tobias Thomsen: Þetta var frekar klikkaður sirkus á köflum
Dóri Árna: Við þurfum ekki að mála einhvern skratta á vegg
Magnús Már: Tileinka þennan sigur Guðjóni Ármanni
Rúnar Kristins: Við vitum hvað við getum og við getum bætt okkur
Óskar vísar í Hernán Cortés: Spurði konuna hvort hún sæi einhver skip
Miklar væntingar gerðar til Víkings - „Við erum með rosalega stóran hóp“
Gylfi eftir fyrsta markið: Hentar mér kannski aðeins betur
Hrannar Snær: Erum með meira sjálfstraust í sóknarleiknum
Eiður Aron eftir sigur á ÍBV: Þetta er bara 'bisness'
Böddi glímt við veikindi: Vissi þá að ég þyrfti að klára þennan leik
Heimir Guðjóns léttur: Það gerist nú ekki á hverjum degi
Túfa: Hefðum getað gert tíu skiptingar í hálfleik
   mið 07. júní 2023 00:35
Elíza Gígja Ómarsdóttir
Þórdís Elva: Sérfræðingar og aðrir mega tala um eitthvað annað
Kvenaboltinn
Þórdís fagnar markinu
Þórdís fagnar markinu
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

Bara ánægð, erfiður leikur. Þær spila fínan fótbolta og við vissum að við þyrftum að vera þolinmóðar til að ná að vinna hérna í dag“ sagði Þórdís Elva Ágústsdóttir, leikmaður Vals, eftir 1-0 sigur á Þór/KA á Hlíðarenda í kvöld. 


Lestu um leikinn: Valur 1 -  0 Þór/KA

Valsarar óðu í færum allan leikinn og það var eiginlega með ólíkindum að þær hafi ekki náð að setja mark í fyrri hálfleik. Þær misstu þó ekki dampinn og komu með hausinn rétt skrúfaðan á í seinni hálfleik en hvað var rætt í hálfleiknum sjálfum?

Við vissum að við værum búnar að vera meira með boltann og værum búnar að fá sóknir á þær, við þurftum bara að halda áfram. Að spila á móti svona liði eins og Þór/KA, maður verður að vera þolinmóður annars gengur þetta ekki upp.“

Þórdís skoraði eina mark leiksins og það var svo sannarlega ekki af verri endanum. Aðspurð hvernig henni hafi liðið að sjá boltann í netinu segir hún: „Mér leið mjög vel. Ég fékk hann þarna uppi og vissi af Elísu í hlaupinu en þegar ég sá hvar boltinn lá fyrir mér þá tók ég skotið.“

Valsarar eru efstir í deildinni eins og er þrátt fyrir að hafa misst mikið úr liðinu sem vann tvennuna í fyrra en hvernig birtist þetta Valskonum?

Við vitum alveg hvað við getum og það mega aðrir sérfræðingar og aðrir tala um eitthvað annað en við erum bara að fókusa á okkur sjálfar.“ 

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan. 


Athugasemdir
banner
banner