Branthwaite á lista Man Utd - Lampard vill ræða við Rangers - Messi ætlar að klára ferilinn í Argentínu
   mið 07. júní 2023 10:30
Elvar Geir Magnússon
Þriðja árið í röð sem KR heimsækir Víking í bikarnum
Úr deildarleik Víkings og KR fyrr á þessu tímabili, leik sem Víkingur vann 3-0.
Úr deildarleik Víkings og KR fyrr á þessu tímabili, leik sem Víkingur vann 3-0.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
8-liða úrslit Mjólkurbikars karla fóru fram í vikunni og ljóst að í undanúrslitum í næsta mánuði mun Víkingur taka á móti KR og Breiðablik heimsækja KA. Þetta eru fjögur efstu liðin frá síðasta tímabili.

Þetta er þriðja árið í röð sem Víkingur tekur á móti KR í bikarnum en liðin hafa síðustu tvö ár mæst í 8-liða úrslitum í Fossvoginum.

2021 vann Víkingur 3-1 sigur. Viktor Örlygur Andrason, Nikolaj Hansen og Viktor Örlygur Andrason komu Víkingi þremur mörkum yfir en Kristján Flóki Finnbogason minnkaði muninn í lokin.

Aftur tapaði KR svo í fyrra, þá 5-3 í einum skemmtilegasta leik sumarsins. KR jafnaði í 3-3 á 84. mínútu en Víkingur náði tveimur mörkum í lokin. Smelltu hér til að skoða skýrsluna úr þeim leik.

Víkingur hefur unnið síðustu þrjá bikarúrslitaleiki; 2019, 2021 og 2022 (keppnin var ekki kláruð 2020 vegna Covid).
Athugasemdir
banner
banner
banner