Mörg stór félög hafa áhuga á Mainoo - Toney og Rodrygo á óskalista Tottenham - Martínez ekki lengur varafyrirliði Villa
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   fös 07. júní 2024 22:18
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Wembley
Gat ekki beðið um betri fyrsta leik - „Íslenskt hugarfar getur unnið alla"
Icelandair
Davíð Snorri Jónasson.
Davíð Snorri Jónasson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er óhætt að segja að Davíð Snorri Jónasson hafi fengið draumabyrjun sem aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins í kvöld.

Davíð var fyrir stuttu ráðinn aðstoðarþjálfari landsliðsins og var í fyrsta sinn með Age Hareide á hliðarlínunni gegn Englandi á Wembley á þessu föstudagskvöldi. Leikurinn endaði með mögnuðum 1-0 sigri Íslands.

„Nei, nei," sagði Davíð Snorri við Fótbolta.net er hann var spurður að því hvort hann hefði nokkuð getað beðið um betri fyrsta landsleik með A-landsliðinu.

„Það var geggjað andrúmsloft og við áttum mjög góðan leik. Við erum alltaf að bæta okkur sem lið. Við fengum ofboðslega mikið úr þessum leik og það er bara frábært að vinna."

Hver var lykillinn að þessum sigri?

„Að sýna liðsheild og að vinna vel varnarlega, það sem við töluðum um. Að loka miðjunni og út í vængjunum. Við vildum vera klárir á því hvað við vildum gera. Við vildum fagna litlum sigrum. Markið okkar var frábært og við fengum fleiri sóknir. Þetta var góð liðsframmistaða í dag."

Þetta er farið að minna á gamla tíma, það sem hefur sést í síðustu leikjum.

„Það er ákveðið íslenskt hugarfar og ákveðin íslensk gildi sem þarf að hafa. Við þurfum að fíla það og elska það að verjast. Við fáum alltaf sóknir, bara spurning um að nýta þær. Við þurfum að hjálpa hvor öðrum Íslenskt hugarfar getur unnið alla," sagði Davíð Snorri.
Athugasemdir
banner