Onana til Villa - Klopp hefur ekki áhuga á enska landsliðsþjálfarastarfinu - Atletico vill Alvarez
Höskuldur: Bara að sparka eins fast og maður gat og það endaði vel
Dóri Árna: Við vorum betra liðið í 173 mínútur af þessu einvígi
Haraldur Freyr: Hann bað liðsfélaga sína afsökunar
Aron Snær: Að einhver blaðra sé sprungin er mjög þreytt
Óli Hrannar: Þurfum að byrja leikina betur ef við ætlum að komast eitthvað hærra í þessari töflu
Gunnar Heiðar: Það er skemmtilegra að fá græna punktinn
Árni Guðna: Þurfum að læra af því
Anton Ari: Hellidemban fyrir leik var náttúrulega bara snilld
Úlfur: Hann er það markagráðugur að hann er ekki að reyna fiska neitt
Rangur maður rekinn af velli: Dómararnir gátu ekki gefið nein skýr svör
Brynjar Kristmunds: Koðnuðum niður gegn ástríðufullu liði
Var sleginn í andlitið af leikmanni - „Auðvelt að spjalda unga þjálfara“
Arnar Laufdal þarf að vinna í landafræðinni - „Geggjuð keppni fyrir stráka eins og okkur"
Jakob valdi KR: Ég fundaði með sex félögum
Dóri Árna: Þurfum að standa upp og svara almennilega
Höskuldur: Erum að missa stórkostlegan leikmann
Ekki erfitt val þó áhuginn hafi verið mikill - „Mjög góð ákvörðun hjá mér í fyrra"
Stór stund fyrir Kötlu - „Bara alveg frá því ég byrjaði í fótbolta"
Ingibjörg: Ekkert skemmtilegra en að spila með henni
Guðrún létt: Ég verð að fara að drullast til að skora
   fös 07. júní 2024 22:18
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Wembley
Gat ekki beðið um betri fyrsta leik - „Íslenskt hugarfar getur unnið alla"
Icelandair
Davíð Snorri Jónasson.
Davíð Snorri Jónasson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er óhætt að segja að Davíð Snorri Jónasson hafi fengið draumabyrjun sem aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins í kvöld.

Davíð var fyrir stuttu ráðinn aðstoðarþjálfari landsliðsins og var í fyrsta sinn með Age Hareide á hliðarlínunni gegn Englandi á Wembley á þessu föstudagskvöldi. Leikurinn endaði með mögnuðum 1-0 sigri Íslands.

„Nei, nei," sagði Davíð Snorri við Fótbolta.net er hann var spurður að því hvort hann hefði nokkuð getað beðið um betri fyrsta landsleik með A-landsliðinu.

„Það var geggjað andrúmsloft og við áttum mjög góðan leik. Við erum alltaf að bæta okkur sem lið. Við fengum ofboðslega mikið úr þessum leik og það er bara frábært að vinna."

Hver var lykillinn að þessum sigri?

„Að sýna liðsheild og að vinna vel varnarlega, það sem við töluðum um. Að loka miðjunni og út í vængjunum. Við vildum vera klárir á því hvað við vildum gera. Við vildum fagna litlum sigrum. Markið okkar var frábært og við fengum fleiri sóknir. Þetta var góð liðsframmistaða í dag."

Þetta er farið að minna á gamla tíma, það sem hefur sést í síðustu leikjum.

„Það er ákveðið íslenskt hugarfar og ákveðin íslensk gildi sem þarf að hafa. Við þurfum að fíla það og elska það að verjast. Við fáum alltaf sóknir, bara spurning um að nýta þær. Við þurfum að hjálpa hvor öðrum Íslenskt hugarfar getur unnið alla," sagði Davíð Snorri.
Athugasemdir
banner