Zirkzee, Yoro og Branthwaite orðaðir við Man Utd - Arsenal mun framkvæma læknisfræðilegt mat á Neto
Jóhann Kristinn: Einn af þeim verri sem maður hefur upplifað
Pétur léttur eftir dramatískan sigur - „Ætla ekki að segja það"
Gunnar eftir sjöunda tapið í röð: Takk fyrir að minna mig á það
Óli Kristjáns: Við erum klárlega litla liðið
Nik: Fengum smá spark í rassinn þar sem var líklega það sem við þurftum
Guðrún Jóna: Erfitt þegar þú ert með lítinn hóp
Jón Þór ánægður með sína menn: Gríðarlegur styrkur hjá liðinu
Árni Marínó ósáttur með fyrri hálfleikinn: Eins og við værum ekki með í leiknum
Dóri ósáttur með leikmenn liðsins - „Skil ekki hvernig þetta er hægt“
Rúnar Páll: Þeir fá nánast ekkert færi á móti okkur
Kjartan Henry: Skiptir okkur miklu máli að fá fólkið með okkur
Sindri Kristinn: Ánægjulegt að geta loksins hjálpað liðinu
Daníel Hafsteins: Loksins dettur eitthvað með okkur
Haddi: Ekki auðvelt að vera neðstur og fá svona högg aftur og aftur
Rúnar Kristins: Virtumst vera með þetta í hendi
Axel Óskar um Gregg Ryder: Ég sé rosalega á eftir honum
Arnar Gunnlaugs: Fegurðin í fótboltanum er að 1-0 yfir er ekki neitt
Pálmi Rafn: Ég væri klárlega til í að taka við liðinu
Viktor Helgi: Vonandi aðeins fleiri sokkar sem fólk þarf að borða
Jökull: Erum töluvert sterkari úti á vellinum en það er fleira sem telur
   fös 07. júní 2024 22:18
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Wembley
Gat ekki beðið um betri fyrsta leik - „Íslenskt hugarfar getur unnið alla"
Icelandair
Davíð Snorri Jónasson.
Davíð Snorri Jónasson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er óhætt að segja að Davíð Snorri Jónasson hafi fengið draumabyrjun sem aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins í kvöld.

Davíð var fyrir stuttu ráðinn aðstoðarþjálfari landsliðsins og var í fyrsta sinn með Age Hareide á hliðarlínunni gegn Englandi á Wembley á þessu föstudagskvöldi. Leikurinn endaði með mögnuðum 1-0 sigri Íslands.

„Nei, nei," sagði Davíð Snorri við Fótbolta.net er hann var spurður að því hvort hann hefði nokkuð getað beðið um betri fyrsta landsleik með A-landsliðinu.

„Það var geggjað andrúmsloft og við áttum mjög góðan leik. Við erum alltaf að bæta okkur sem lið. Við fengum ofboðslega mikið úr þessum leik og það er bara frábært að vinna."

Hver var lykillinn að þessum sigri?

„Að sýna liðsheild og að vinna vel varnarlega, það sem við töluðum um. Að loka miðjunni og út í vængjunum. Við vildum vera klárir á því hvað við vildum gera. Við vildum fagna litlum sigrum. Markið okkar var frábært og við fengum fleiri sóknir. Þetta var góð liðsframmistaða í dag."

Þetta er farið að minna á gamla tíma, það sem hefur sést í síðustu leikjum.

„Það er ákveðið íslenskt hugarfar og ákveðin íslensk gildi sem þarf að hafa. Við þurfum að fíla það og elska það að verjast. Við fáum alltaf sóknir, bara spurning um að nýta þær. Við þurfum að hjálpa hvor öðrum Íslenskt hugarfar getur unnið alla," sagði Davíð Snorri.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner