Hvert fer Salah? - Wharton vill Meistaradeild - Ederson til Liverpool eða Barca - Arsenal og Real berjast um Yildiz
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
   fös 07. júní 2024 22:18
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Wembley
Gat ekki beðið um betri fyrsta leik - „Íslenskt hugarfar getur unnið alla"
Icelandair
Davíð Snorri Jónasson.
Davíð Snorri Jónasson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er óhætt að segja að Davíð Snorri Jónasson hafi fengið draumabyrjun sem aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins í kvöld.

Davíð var fyrir stuttu ráðinn aðstoðarþjálfari landsliðsins og var í fyrsta sinn með Age Hareide á hliðarlínunni gegn Englandi á Wembley á þessu föstudagskvöldi. Leikurinn endaði með mögnuðum 1-0 sigri Íslands.

„Nei, nei," sagði Davíð Snorri við Fótbolta.net er hann var spurður að því hvort hann hefði nokkuð getað beðið um betri fyrsta landsleik með A-landsliðinu.

„Það var geggjað andrúmsloft og við áttum mjög góðan leik. Við erum alltaf að bæta okkur sem lið. Við fengum ofboðslega mikið úr þessum leik og það er bara frábært að vinna."

Hver var lykillinn að þessum sigri?

„Að sýna liðsheild og að vinna vel varnarlega, það sem við töluðum um. Að loka miðjunni og út í vængjunum. Við vildum vera klárir á því hvað við vildum gera. Við vildum fagna litlum sigrum. Markið okkar var frábært og við fengum fleiri sóknir. Þetta var góð liðsframmistaða í dag."

Þetta er farið að minna á gamla tíma, það sem hefur sést í síðustu leikjum.

„Það er ákveðið íslenskt hugarfar og ákveðin íslensk gildi sem þarf að hafa. Við þurfum að fíla það og elska það að verjast. Við fáum alltaf sóknir, bara spurning um að nýta þær. Við þurfum að hjálpa hvor öðrum Íslenskt hugarfar getur unnið alla," sagði Davíð Snorri.
Athugasemdir
banner