Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
   fös 07. júní 2024 22:18
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Wembley
Gat ekki beðið um betri fyrsta leik - „Íslenskt hugarfar getur unnið alla"
Icelandair
Davíð Snorri Jónasson.
Davíð Snorri Jónasson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er óhætt að segja að Davíð Snorri Jónasson hafi fengið draumabyrjun sem aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins í kvöld.

Davíð var fyrir stuttu ráðinn aðstoðarþjálfari landsliðsins og var í fyrsta sinn með Age Hareide á hliðarlínunni gegn Englandi á Wembley á þessu föstudagskvöldi. Leikurinn endaði með mögnuðum 1-0 sigri Íslands.

„Nei, nei," sagði Davíð Snorri við Fótbolta.net er hann var spurður að því hvort hann hefði nokkuð getað beðið um betri fyrsta landsleik með A-landsliðinu.

„Það var geggjað andrúmsloft og við áttum mjög góðan leik. Við erum alltaf að bæta okkur sem lið. Við fengum ofboðslega mikið úr þessum leik og það er bara frábært að vinna."

Hver var lykillinn að þessum sigri?

„Að sýna liðsheild og að vinna vel varnarlega, það sem við töluðum um. Að loka miðjunni og út í vængjunum. Við vildum vera klárir á því hvað við vildum gera. Við vildum fagna litlum sigrum. Markið okkar var frábært og við fengum fleiri sóknir. Þetta var góð liðsframmistaða í dag."

Þetta er farið að minna á gamla tíma, það sem hefur sést í síðustu leikjum.

„Það er ákveðið íslenskt hugarfar og ákveðin íslensk gildi sem þarf að hafa. Við þurfum að fíla það og elska það að verjast. Við fáum alltaf sóknir, bara spurning um að nýta þær. Við þurfum að hjálpa hvor öðrum Íslenskt hugarfar getur unnið alla," sagði Davíð Snorri.
Athugasemdir
banner