Zirkzee, Yoro og Branthwaite orðaðir við Man Utd - Arsenal mun framkvæma læknisfræðilegt mat á Neto
   fös 07. júní 2024 19:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Wembley
Ísland með forystuna á Wembley - Stórkostleg sókn
Icelandair
Jón Dagur skoraði mark Íslands.
Jón Dagur skoraði mark Íslands.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var ekki í handritinu," var skrifað á vefsíðu breska ríkisútvarpsins þegar Ísland tók forystuna á Wembley núna rétt áðan.

Ísland leiðir heldur betur óvænt í þessum síðasta vináttulandsleik Englendinga fyrir EM.

Lestu um leikinn: England 0 -  1 Ísland

Það var Jón Dagur Þorsteinsson sem skoraði mark Íslands eftir frábæra sókn. Hákon Arnar Haraldsson gerði virkilega vel í aðdragandanum en hann sótti boltann úr öftustu línu.

„Svakalegt hlaup hjá Hákoni með boltann, kemur honum á Jón Dag sem fer framhjá John Stones og smellir boltanum í netið!" skrifaði Elvar Geir Magnússon í beinni textalýsingu frá Wembley.

„Þetta er skemmtilegt!"

Hér fyrir neðan má sjá myndband af markinu en leikurinn er sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og er í opinni dagskrá.


Athugasemdir
banner
banner
banner