
„Þetta var sannfærandi 4-0 sigur hjá okkur. Góður fyrri hálfleikur hjá okkur en svo datt þetta aðeins niður hjá okkur í seinni hálfleik“, sagði Ólafur Þór Guðbjörnsson sem var sáttur eftir 0-4 sigur á Aftureldingu í kvöld.
„Menn fóru að gera aðeins og mikið hver og ein og við þurfum að klára þetta sem lið allan leikinn“, en leikur Stjörnunnar datt mikið niður í seinni hálfleik og náðu þær ekki að bæta við fleiri mörkum í sigrinum.
„Fjögur góð mörk en hefði viljað sjá betri seinni hálfleik hjá okkur“, sagði Ólafur að lokum eftir að hafa landað enn einum sigrinum í sumar.
Nánar er rætt við Óalf í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir