Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   þri 07. júlí 2020 09:00
Aksentije Milisic
Arteta: Miklu erfiðara að spila fyrir framan áhorfendur
Mikel Arteta, stjóri Arsenal, segir að lið hans sé að njóta góðs af því að spila á tómum völlum. Arsenal hefur gengið vel upp á síðkastið og er enn veik von á því að liðið nái Meistaradeildarsæti.

Liðið mætir Leicester í kvöld eftir öflugan útisigur á Wolves í síðustu umferð.

„Þegar þú spilar fyrir framan 80 þúsund áhorfendur, þá er það miklu erfiðara. Sérstaklega þegar þú ert með boltann eða boltinn er að koma til þín," sagði Arteta.

„Sumir þurfa auka hvatningu, auka pressu, meiri ástríðu til að gera betur. Leikmenn eru misjafnir."

Arsenal er átta stigum frá Chelsea sem situr í fjórða sæti deildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner