Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   þri 07. júlí 2020 17:30
Ívan Guðjón Baldursson
Claudio Pizarro leggur skóna á hilluna
Mynd: Getty Images
Perúvski sóknarmaðurinn Claudio Pizarro hefur loks lagt skóna á hilluna, 41 árs gamall. Pizarro verður 42 ára í október og hefur verið atvinnumaður í knattspyrnu í 24 ár.

Pizarro gerði garðinn frægan með Werder Bremen og Bayern München. Hann skipti yfir til Chelsea 2007 en átti erfitt uppdráttar og sneri aftur í þýska boltann.

Hann er næstmarkahæsti útlendingur í sögu efstu deildar þýska boltans auk þess að vera elsti markaskorari í sögu deildarinnar. Pizarro skoraði í heildina 197 mörk í Bundesliga, meira en menn á borð við Miroslav Klose, Mario Gomez og Rudi Völler.

Pizarro kláraði þýska tímabilið með Werder Bremen sem rétt bjargaði sér frá falli eftir umspilsleiki við Heidenheim. Pizarro sat á bekknum og horfði á liðsfélaga sína vinna á útivallarmörkum eftir að hafa gert jafntefli heima og úti.
Athugasemdir
banner
banner
banner