Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
   þri 07. júlí 2020 22:57
Ívan Guðjón Baldursson
Jón Páll: Byrjuðum eins og algjörir aumingjar
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur Ólafsvík tapaði á heimavelli gegn sterku liði Fram í dag. Gestirnir komust í tveggja marka forystu fyrir leikhlé og náðu Ólsarar að minnka muninn í síðari hálfleik. Lokatölur 1-2.

Jón Páll Pálmason þjálfari Víkings var hundfúll út í fyrri hálfleik sinna manna en mjög ánægður með seinni hálfleikinn.

„Við vorum ekki góðir í fyrri hálfleik. Við fórum inn í leikhlé og báðum bara um að liðið myndi sýna karakter því við vorum 2-0 undir. Þeir voru reyndar bara búnir að fá tvær sóknir í fyrri hálfleik en við vorum bara hægir og þungir," sagði Jón Páll.

„Við báðum um karakter og spirit og mér fannst við vera frábærir síðustu 40 mínúturnar. Við sýndum gæði, kraft og þor, það vantaði bara að troða tuðrunni inn þarna tvisvar, þrisvar í viðbót."

Jón Páll vill meina að atvik innan vallar hafi vakið sína menn til lífsins í síðari hálfleik.

„Það var einhver tækling eða eitthvað sem kveikti á okkur eftir fimm mínútur af síðari hálfleik. Ég fann að allt í einu kviknaði á okkur. Við byrjuðum þennan leik eins og algjörir aumingjar. Við vorum hrokafullir, hægir, að taka alltof margar snertingar og gefa feilsendingar og lengi til baka og tuðandi, vælandi, skælandi og ælandi."
Athugasemdir