Liverpool býður í Camavinga - Liverpool og Man City berjst um Semenyo - Fulham vill bandarískan sóknarmann
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
banner
   þri 07. júlí 2020 22:57
Ívan Guðjón Baldursson
Jón Páll: Byrjuðum eins og algjörir aumingjar
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur Ólafsvík tapaði á heimavelli gegn sterku liði Fram í dag. Gestirnir komust í tveggja marka forystu fyrir leikhlé og náðu Ólsarar að minnka muninn í síðari hálfleik. Lokatölur 1-2.

Jón Páll Pálmason þjálfari Víkings var hundfúll út í fyrri hálfleik sinna manna en mjög ánægður með seinni hálfleikinn.

„Við vorum ekki góðir í fyrri hálfleik. Við fórum inn í leikhlé og báðum bara um að liðið myndi sýna karakter því við vorum 2-0 undir. Þeir voru reyndar bara búnir að fá tvær sóknir í fyrri hálfleik en við vorum bara hægir og þungir," sagði Jón Páll.

„Við báðum um karakter og spirit og mér fannst við vera frábærir síðustu 40 mínúturnar. Við sýndum gæði, kraft og þor, það vantaði bara að troða tuðrunni inn þarna tvisvar, þrisvar í viðbót."

Jón Páll vill meina að atvik innan vallar hafi vakið sína menn til lífsins í síðari hálfleik.

„Það var einhver tækling eða eitthvað sem kveikti á okkur eftir fimm mínútur af síðari hálfleik. Ég fann að allt í einu kviknaði á okkur. Við byrjuðum þennan leik eins og algjörir aumingjar. Við vorum hrokafullir, hægir, að taka alltof margar snertingar og gefa feilsendingar og lengi til baka og tuðandi, vælandi, skælandi og ælandi."
Athugasemdir
banner
banner
banner