Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 07. júlí 2020 11:00
Magnús Már Einarsson
Kom sem flóttamaður á bát til Ítalíu - Skoraði gegn Inter
Musa Juwara fagnar marki sínu gegn Inter.
Musa Juwara fagnar marki sínu gegn Inter.
Mynd: Getty Images
Musa Juwara, 19 ára kantaður Bologna, hefur verið mikið til umfjöllunar á Ítalíu í vikunni. Musa skoraði sigurmark Bologna í óvæntum 2-1 útisigri gegn Inter í fyrrakvöld.

Juwara fæddist í Gambíu en hann flúði ungur slæmar aðstæður þar í landi með þann draum að verða atvinnumaður. Juwara flúði á bát til Ítalíu og endaði við strendur Sikileyjar þar sem hann fékk tækifæri til að spila með áhugamannaliðinu Virtus Avigliano árið 2016.

Vitantonio Summa, þjálfari liðsins og konan hans, gerðust síðar forsjárforeldrar Juwara og ólu hann upp.

Chievo Verona í Serie B sýndi Juwara áhuga þegar hann var ungur en reglur um misnotkun á flóttamönnum á Ítalíu settu strik í reikninginn. Forsjárforeldrar Juwara og leikmaðurinn unnu á endanum dómsmál og hann gekk í raðir Chievo árið 2017.

Juwara fór eftir það á lán til Torino áður en hann gekk í raðir Bologna síðastliðið sumar. Hann skoraði síðan sitt fyrsta mark í Serie A í fyrradag.

Andri Fannar Baldursson kom inn á gegn Inter en hann og Juwara eru góðir vinir. RÚV fjallar um þetta í ítarlegri grein um Juwara.

„Ég myndi segja mjög erfitt að lýsa karakternum hans því hann er misjafn, við tölum mikið saman, hann á það til að tala stundum of mikið en það er bara gaman að honum, hann er lítill og snöggur kantmaður og hans aðal styrkleiki er hraði," sagði Andri Fannar við RÚV.

Athugasemdir
banner
banner
banner