Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
   þri 07. júlí 2020 09:21
Elvar Geir Magnússon
Sýndi Joe Gomez frá íslensku Liverpool-messunni
Mynd: Síminn Sport
Tómas Þór Þórðarson spjallaði við Joe Gomez, varnarmann Englandsmeistara Liverpool, í gær.

Sýnt var brot úr spjallinu í Vellinum á Síminn Sport en þar má sjá þegar Tómas sýndi Gomez myndir frá Liverpool-messunni frægu sem var í Seljakirkju í fyrra.

Stuðningsmenn Liverpool á Íslandi komu þá saman í messu í þeirri von að þeirra lið myndi ná titlinum af Manchester City.

Gomez trúði varla eigin augum þegar hann sá myndirnar en þetta skemmtilega brot má sjá hér að neðan.


Athugasemdir