Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 07. júlí 2021 16:00
Elvar Geir Magnússon
Balotelli til Demirspor (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Mario Balotelli, fyrrum landsliðssóknarmaður Ítalíu, er kominn til tyrkneska félagsins Adana Demirspor en hann gerir þriggja ára samning.

Þessi skrautlegi leikmaður var í sex mánuði hjá ítalska B-deildarliðinu Monza en gengur nú í raðir nýliða Demirspor í tyrknesku úrvalsdeildinni, á frjálsri sölu.

Balotelli er þrítugur en hann er fyrrum leikmaður Inter, AC Milan, Manchester City, Liverpool, Nice, Marseille og Brescia.

Ferill hans náði ekki þeim hæðum sem vonast var eftir en hann hefur leikið 36 landsleiki fyrir Ítalíu.

Adana Demirspor reyndi einnig að fá Birki Bjarnason, en íslenski landsliðsmaðurinn sem lék með Balotelli hjá Brescia, hafnaði því að fara þangað.
Athugasemdir
banner
banner
banner