Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 07. júlí 2021 17:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Best í 9. umferð: Hún ver allt
Amber Kristin Michel (Tindastóll)
Amber Kristin Mihcel
Amber Kristin Mihcel
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Amber Kristin Michel átti stórleik þegar Tindastóll vann 0-1 sigur á Samsungvellinum í Garðabæ í gær. Sigurinn var annar sigur Tindastóls í sumar og lífsnauðsynlegur fyrir nýliðana.

Þetta er í þriðja sinn sem Amber er í liði umferðarinnar og í þetta skiptið skilaði frammistaða hennar nafnbótinni besti leikmaður umferðarinnar.

„Amber var með ótrúlega frammistöðu í dag, varði líklegast yfir 10 skot og hélt Stólunum inn í leiknum í langan tíma. Engin spurning að hún var best í dag," skrifaði Hafþór Bjarki Guðmundsson í skýrslu sína eftir leikinn í gær.

„Amber ver aftur frá Katrínu, þetta er orðið hálf fáránlegt. Hún ver allt!" skrifaði Hafþór á 75. mínútu.

Amber er markvörður sem 24 ára markvörður sem gekk í raðir Tindastóls fyrir síðasta tímabil. Hún er fædd í Kaliforníu og kom til Tindastóls eftir að hafa spilað með háskólaliði í San Diego.

Domino's gefur verðlaun
Leikmaður umferðarinnar í Pepsi Max-deild kvenna fær verðlaun frá Domino's í sumar.

Bestar í sumar:
1. umferð - Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir
2. umferð - DB Pridham
3. umferð - Murielle Tiernan
4. umferð - Brenna Lovera
5. umferð - Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir
6. umferð - Aerial Chavarin
7. umferð - Arna Sif Ásgrímsdóttir
8. umferð - Elín Metta Jensen
Athugasemdir
banner
banner
banner