Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 07. júlí 2021 16:30
Elvar Geir Magnússon
Karl Bretaprins lét spila Three Lions
Mynd: Getty Images
Það er mikil spenna fyrir undanúrslitaleiknum á Wembley í kvöld þar sem England og Danmörk eigast við.

Karl Bretaprins er greinilega mjög spenntur fyrir leiknum en England á möguleika á að komast í úrslitaleik á stórmóti í fyrsta sinn síðan 1966.

Karl lét konunglega breska herhljómsveit Coldstream Guards spila lagið 'Three Lions' sem er betur þekkt sem 'Football's Coming Home' og stuðningsmenn enska landsliðsins syngja hátt og snjallt um þessar mundir.

Í myndbandinu hér að neðan má sjá hljómsveitina spila lagið fyrir utan heimili Karls, Clarence House.


Athugasemdir
banner
banner
banner