Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 07. júlí 2021 21:18
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mikið talað um víti Englands - „Hvernig er þetta víti?"
Mynd: EPA
Það er búið að flauta til hálfleiks í framlengingu hjá Englandi og Danmörku í undanúrslitum Evrópumótsins.

Englendingar voru að komast yfir en markið kom eftir vítaspyrnu. Kasper Schmeichel varði vítaspyrnu Harry Kane, en Kane fylgdi á eftir og skoraði.

Vítaspyrnan er vægast sagt umdeild. Raheem Sterling féll innan teigs, ansi auðveldlega verður að segja.

Hollenskur dómari leiksins benti á vítapunktinn og hélt sig við það eftir VAR-skoðun.

Margir eru að tjá sig um vítaspyrnudóminn á samfélagsmiðlum og þar á meðal Guðmundur Benediktsson, sem stýrir EM-stofunni á Stöð 2 Sport. „Hvernig er þetta víti?" skrifar Gummi og er hann búinn að fá rúmlega 250 læk þegar þessi frétt er skrifuð.

„Þetta er bara ekki vítaspyrna," segir Rikki G sem lýsir leiknum.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner