Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fim 07. júlí 2022 09:30
Ívan Guðjón Baldursson
Forest að kaupa Neco Williams fyrir 16 milljónir
Mynd: Getty Images

Telegraph greinir frá því að Nottingham Forest og Liverpool séu afar nálægt því að komast að samkomulagi um kaupverð fyrir bakvörðinn efnilega Neco Williams.


Williams er 21 árs gamall hægri bakvörður sem hefur spilað 33 leiki á tveimur og hálfu ári hjá Liverpool. 

Síðasta hálfa árið var Williams hjá Fulham. Þar ruddi hann sér leið inn í byrjunarliðið og hjálpaði félaginu að vinna Championship deildina með tveimur mörkum og tveimur stoðsendingum í fjórtán leikjum.

John Percy hjá Telegraph segir að Williams sé falur fyrir um 16 milljónir punda og Forest sé reiðubúið til að borga þá upphæð.

Williams er landsliðsmaður Wales og mun berjast við Giulian Biancone, sem er nýkominn til Englands, um hægri bakvarðarstöðuna hjá Forest.

Þeir eiga saman að leysa Djed Spence af hólmi sem er á leiðinni til Tottenham.


Athugasemdir
banner
banner
banner