Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   fim 07. júlí 2022 11:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Crewe
Glódís Perla: Erum úti í sveit í einhverri höll
Icelandair
Glódís Perla Viggósdóttir.
Glódís Perla Viggósdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hótelið sem stelpurnar dvelja á.
Hótelið sem stelpurnar dvelja á.
Mynd: Tripadvisor
„Ferðalagið var mjög einfalt, við flugum frá Nürnberg sem er rétt hjá þeim stað þar sem við vorum til Manchester og svo var það rúta á hótelið. Þetta gekk mjög hratt fyrir sig," sagði Glódís Perla Viggósdóttir í viðtali fyrir æfingu kvennalandsliðsins í Crewe á Englandi.

„Við erum nú ekki búnar að sjá mikið, erum bara úti í sveit í einhverri höll og vorum að koma hingað núna í fyrsta skiptið. Þetta æfingasvæði lúkkar bara mjög vel og ég er ánægð með aðstæður."

Opnunarleikurinn EM fór fram í gær þar sem Englendingar, gestgjafarnir, mættu Austurríki fyrir framan um 70 þúsund manns á Old Trafford.

„Það var ógeðslega gaman að sjá það og stórt að sjá að það sé kominn svona mikill áhugi. Þetta er klárlega leikur sem við hefðum viljað spila. Þegar maður var að horfa á dráttinn þá var maður bara að hugsa að þetta var leikurinn. Það voru flott gæði í þessum leik og mér fannst bæði lið vera að spila mjög vel. Þetta var bara frábær byrjun á mótinu."

Viðtalið við Glódísi er talsvert lengra og má sjá það í heild sinni í spilaranum efst í fréttinni. Hér að neðan má sjá kynningarmyndband um hótelið sem kvennalandsliðið dvelur á.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner