Þakklátur Fram fyrir tækifærið - „Sé mig spila lengur á Íslandi"
„Simon er eitthvað rugl góður og Fred líka"
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
Gísli Laxdal: Ég potaði honum inn hundrað prósent
Viktor varð ekki stressaður: Kennie stendur fyrir sínu
Lárus Orri: Áttum okkur á því að þetta er bara einn sigur
Láki: Þurfum að hafa meira fyrir því að skora mörk
Rúnar Kristins: Það bjargaði okkur alveg
Aðstaðan kom Caulker skemmtilega á óvart - „Frábær vettvangur til að læra, þróa minn feril og hjálpa liðinu“
Frá Ólafsvík á EM - „Maður er í þeim forréttindahópi"
Draumurinn rættist núna eftir svekkjandi tíðindi 2022
   fös 07. júlí 2023 22:10
Stefán Marteinn Ólafsson
Damir: Loksins skora ég eftir 300 horn
Damir Muminovic leikmaður Breiðabliks
Damir Muminovic leikmaður Breiðabliks
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Breiðablik tóku á móti Fylkismönnum í kvöld á Kópavogsvelli þegar flautað var til leiks í 14.umferð Bestu deild karla. 

Breiðablik hafði fyrir þennan leik í kvöld ekki unnið leik í Bestu deildinni frá því þeir sigruðu Valsmenn fyrir 43 dögum síðan.


Lestu um leikinn: Breiðablik 5 -  1 Fylkir

„Virkilega glaður að hafa unnið. Þetta var bara fín frammistaða hjá okkur og fín mörk sem að við skorum og vorum fínir varnarlega svo ég er bara glaður." Sagði Damir Muminovic varnarmaður Breiðabliks eftir leikinn í kvöld.

Damir Muminovic skoraði annað mark leiksins og var valinn maður leiksins eftir frammistöðu sína í kvöld.

„Ég er bara virkilega ánægður og ekki bara með mína frammistöðu heldur hjá strákunum líka. Loksins skora ég eftir 300 horn." 

Breiðablik hafði eins og áður kom fram ekki unnið leik í Bestu deildinni í rúman mánuð svo sigurinn í kvöld var kærkominn.

„Já bara virkilega kærkominn sigur og líka bara upp á framhaldið að gera. Erum að fara í virkilega erfitt verkefni í Evrópu og svo bíða okkar erfiðir leikir þegar að við komum tilbaka líka þannig við hlökkum bara til." 

Nánar er rætt við Damir Muminovic í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner