Van Dijk vill framlengja - PSG og Juve vilja Salah - Man Utd vill Rabiot
Róbert Orri: Geggjað að hitta strákana og tala íslensku
Andri Fannar: Erum frá Íslandi og eigum að vera klárir í baráttu
Ólafur Ingi býst við öðruvísi leik: Þeir eru stórir og sterkir
Óli Hrannar: Hef ekki hugmynd um það
Venni Ólafs: Fótboltinn er skrýtin skepna
Stefán Árni: Vona að mér verði bannað að fara af vellinum
Omar Sowe: Er ekki viss hvar ég enda
Árni Freyr: ég reikna með þeim öllum í Mosó til að hjálpa okkur yfir línuna
Dagur Ingi: Í mínum bókum var þetta víti
Igor Bjarni: þetta var alltaf á hnífsblaði hjá okkur
Úlfur: Langþráður sigur og við erum hæstánægðir með þetta
Dragan: Skil ekki hvernig við vinnum ekki
Siggi Höskulds: Spenntur að fá að byrja aftur
Maggi: Þetta er bara aldrei vítaspyrna
Ásta Eir: Mér fannst þetta alveg galið og alveg verðskuldað rautt spjald
Nik Chamberlain: Besta liðið sem ég hef spilað á móti sem þjálfari
Axel Ingi: Hef séð þetta betra hjá okkur
Gunnar Heiðar: Það eina sem vantaði var bara þetta mark
Haraldur Freyr: Mögulega tryggðum okkur allavega í umspil með þessu stigi
Jóhann Berg: Það voru síðustu orð mín
banner
   fös 07. júlí 2023 22:10
Stefán Marteinn Ólafsson
Damir: Loksins skora ég eftir 300 horn
Damir Muminovic leikmaður Breiðabliks
Damir Muminovic leikmaður Breiðabliks
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Breiðablik tóku á móti Fylkismönnum í kvöld á Kópavogsvelli þegar flautað var til leiks í 14.umferð Bestu deild karla. 

Breiðablik hafði fyrir þennan leik í kvöld ekki unnið leik í Bestu deildinni frá því þeir sigruðu Valsmenn fyrir 43 dögum síðan.


Lestu um leikinn: Breiðablik 5 -  1 Fylkir

„Virkilega glaður að hafa unnið. Þetta var bara fín frammistaða hjá okkur og fín mörk sem að við skorum og vorum fínir varnarlega svo ég er bara glaður." Sagði Damir Muminovic varnarmaður Breiðabliks eftir leikinn í kvöld.

Damir Muminovic skoraði annað mark leiksins og var valinn maður leiksins eftir frammistöðu sína í kvöld.

„Ég er bara virkilega ánægður og ekki bara með mína frammistöðu heldur hjá strákunum líka. Loksins skora ég eftir 300 horn." 

Breiðablik hafði eins og áður kom fram ekki unnið leik í Bestu deildinni í rúman mánuð svo sigurinn í kvöld var kærkominn.

„Já bara virkilega kærkominn sigur og líka bara upp á framhaldið að gera. Erum að fara í virkilega erfitt verkefni í Evrópu og svo bíða okkar erfiðir leikir þegar að við komum tilbaka líka þannig við hlökkum bara til." 

Nánar er rætt við Damir Muminovic í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner