Breiðablik tóku á móti Fylkismönnum í kvöld á Kópavogsvelli þegar flautað var til leiks í 14.umferð Bestu deild karla.
Breiðablik hafði fyrir þennan leik í kvöld ekki unnið leik í Bestu deildinni frá því þeir sigruðu Valsmenn fyrir 43 dögum síðan.
Lestu um leikinn: Breiðablik 5 - 1 Fylkir
„Virkilega glaður að hafa unnið. Þetta var bara fín frammistaða hjá okkur og fín mörk sem að við skorum og vorum fínir varnarlega svo ég er bara glaður." Sagði Damir Muminovic varnarmaður Breiðabliks eftir leikinn í kvöld.
Damir Muminovic skoraði annað mark leiksins og var valinn maður leiksins eftir frammistöðu sína í kvöld.
„Ég er bara virkilega ánægður og ekki bara með mína frammistöðu heldur hjá strákunum líka. Loksins skora ég eftir 300 horn."
Breiðablik hafði eins og áður kom fram ekki unnið leik í Bestu deildinni í rúman mánuð svo sigurinn í kvöld var kærkominn.
„Já bara virkilega kærkominn sigur og líka bara upp á framhaldið að gera. Erum að fara í virkilega erfitt verkefni í Evrópu og svo bíða okkar erfiðir leikir þegar að við komum tilbaka líka þannig við hlökkum bara til."
Nánar er rætt við Damir Muminovic í spilaranum hér fyrir ofan.
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |