Al Hilal undirbýr stórt tilboð í Fernandes - Bayern vill Mitoma - Delap og Doak til Everton?
Halli Hróðmars: Þetta var rautt spjald
Siggi Höskulds: Galið að þessi leikur vinnist með einu marki
Ekki sáttur með byrjunina á tímabilinu - „Köstum þessu frá okkur“
Skoraði sitt fyrsta mark í Bestu - „Ekkert eðlilega gott"
Endurstilltu sig í hálfleik - „Ekki við hæfi barna“
Sölvi dásamar Stíg Diljan: Hann er með allan pakkann
Jón Þór ósáttur við dómarana - „Menn eru full litlir í sér"
Haddi: Ég hef fengið frábær svör
Magnús Már: Hallgrímur Mar drepur þetta
Hallgrímur Mar: Þetta er á réttri leið
Túfa: Aðalmarkmiðið var að halda markinu hreinu
Láki: Okkar slakasti leikur í sumar
Alli Jói: Hann gefur okkur ekki eðlilega mikið
Elfar Árni: Skemmtilegra að vinna á dramatískan hátt
Jóhannes Karl: Er orðinn svo þreyttur á þessari spurningu
Jóhann Kristinn: Eigum 'Hell week' framundan
Guðni Eiríks: Maður vill að FH liðið standi fyrir eitthvað
Óskar Hrafn: Við stjórnum leiknum frá upphafi til enda
Gunnar Heiðar: Ekki margir í þessari deild sem geta gert þetta
Hemmi: Skiptir mestu máli hvað þú gerir inni í vítateigunum
   fös 07. júlí 2023 22:10
Stefán Marteinn Ólafsson
Damir: Loksins skora ég eftir 300 horn
Damir Muminovic leikmaður Breiðabliks
Damir Muminovic leikmaður Breiðabliks
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Breiðablik tóku á móti Fylkismönnum í kvöld á Kópavogsvelli þegar flautað var til leiks í 14.umferð Bestu deild karla. 

Breiðablik hafði fyrir þennan leik í kvöld ekki unnið leik í Bestu deildinni frá því þeir sigruðu Valsmenn fyrir 43 dögum síðan.


Lestu um leikinn: Breiðablik 5 -  1 Fylkir

„Virkilega glaður að hafa unnið. Þetta var bara fín frammistaða hjá okkur og fín mörk sem að við skorum og vorum fínir varnarlega svo ég er bara glaður." Sagði Damir Muminovic varnarmaður Breiðabliks eftir leikinn í kvöld.

Damir Muminovic skoraði annað mark leiksins og var valinn maður leiksins eftir frammistöðu sína í kvöld.

„Ég er bara virkilega ánægður og ekki bara með mína frammistöðu heldur hjá strákunum líka. Loksins skora ég eftir 300 horn." 

Breiðablik hafði eins og áður kom fram ekki unnið leik í Bestu deildinni í rúman mánuð svo sigurinn í kvöld var kærkominn.

„Já bara virkilega kærkominn sigur og líka bara upp á framhaldið að gera. Erum að fara í virkilega erfitt verkefni í Evrópu og svo bíða okkar erfiðir leikir þegar að við komum tilbaka líka þannig við hlökkum bara til." 

Nánar er rætt við Damir Muminovic í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner