
„Bara eins og alltaf þegar maður tapar fótboltaleik. Gríðarleg vonbrigði.“ sagði Guðni Eiríksson, þjálfari FH eftir 4-0 tap gegn Breiðablik í 12. umferð Bestu deild kvenna.
Lestu um leikinn: FH 0 - 4 Breiðablik
„Við eigum bara flottan fyrri hálfleik og síst slakari aðilinn. Ef eitthvað er þá fannst mér bara oft á tíðum og löngum köflum í fyrri hálfleik sterkari aðilinn. Skemmtilegur fyrri hálfleikur bæði lið að sækja og fengu sín færi. Við fáum á okkur mark, vorum í ansi álitlegri stöðu rétt áður en það gerist.“
Guðni varð fyrir miklum vonbrigðum með viðbrögð sinna leikmanna eftir annað mark Breiðabliks.
„Við fáum á okkur mark númer tvö. Það er eiginlega það sem pirrar mig mest er hvernig leikmenn FH liðsins, ekki allir en allt of margir, köstuðu inn hvíta handklæðinu. Þá fannst mér margir leikmenn fara úr skipulagi, gefast upp, hætta ákefðinni sinni.“
Framundan er landsleikjapása sem kemur á góðum tímapunkti að mati Guðna.
„Úr því að við töpuðum í dag þá er fínt að fá pásu. Við erum með laskað lið og margir leikmenn meiddir og einn leikmaður hálfhaltrandi lungað úr seinni hálfleik. Við áttum bara ekki meiri mannskap til að skipta inná.“
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.