Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   fös 07. ágúst 2020 12:00
Magnús Már Einarsson
Meistaraspáin - Nær Real Madrid að snúa við taflinu gegn Man City?
Manchester City fær Real Madrid í heimsókn í kvöld.
Manchester City fær Real Madrid í heimsókn í kvöld.
Mynd: Getty Images
Juventus er undir gegn Lyon.
Juventus er undir gegn Lyon.
Mynd: Getty Images
Eftir tæplega fimm mánaða hlé er komið að því að klára 16-liða úrslit í Meistaradeildinni og því heldur keppnin áfram í Meistaraspánni. Tveir leikir eru á dagskrá klukkan 19:00 í kvöld.

Spáð er um úrslit allra leikja í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar. Fyrir hárréttar lokatölur fást 3 stig en 1 stig ef rétt tákn er á leiknum.

Kristján Guðmundsson

Manchester City 3 - 2 Real Madrid (Samanlagt 5-3)
Einn af þessum leikjum í Meistaradeildinni sem býður upp á allt. Real Madrid í hörkuformi en án lykilmanna í varnarlínunni en Man City með sína byrjunarleikmenn tilbúna. Við munum sjáum alvöru tilþrif frá sóknarmönnum beggja liða í kvöld.

Juventus 2 - 0 Lyon (Samanlagt 2-1)
Ef þessi spá á að ganga eftir þá þarf Juve að skora snemma. Grimmur varnarleikur Lyon verður erfiður fyrir heimamenn en Lyon hefur spilað ansi fáa leiki undanfarnar vikur sem hlýtur að koma niður á þeim í þessum leik. Enstaklingsgæði leikmanna Juve klára leikinn.

Óli Stefán Flóventsson

Manchester City - Real Madrid (Samanlagt 5-2)
Alvöru slagur þarna en ég ætla að segja að Man City vinni leikinn sannfærandi. Það kæmi mér ekki á óvart ef Guardiona færi alla leið í ár. Reyndar er Aguero meiddur sem gæti sett „sannfærandi“ sigur í uppnám en þar sem Sergio Ramos er í banni þá fer þessi leikur 3-1.

Juventus 3 - 1 Lyon (Samanlagt 3-2)
Hef enga trú á öðru en að Juventus klári Lyon. Reyndar hafa þeir ekki verið neitt rosalega sannfærandi síðan þeir tryggðu sér titilinn en ég hef trú á því að þeir vinni leikinn. Það að þeir hafi ekki skorað á útivelli gerir stöðuna hættulega. Dybala er víst tæpur fyrir leikinn en þeir hafa svosem Big game Ron og Higuain sem geta alveg skorað. Leikar enda 3-1.

Fótbolti.net - Brynjar Ingi Erluson

Manchester City 2 - 1 Real Madrid (Samanlagt 4-2)
Þetta verður nokkuð áhugaverður leikur. Ég held að Manchester City eigi eftir að fara langt í Meistaradeildinni þetta árið og svo spilar það auðvitað inn í að Sergio Ramos verður ekki í hjarta varnarinnar hjá Real. Það er raunverulegur möguleiki á að þetta sé árið sem Pep Guardiola vinnur Meistaradeildina með City. Raheem Sterling og Kevin De Bruyne gera mörk City en Karim Benzema treður inn einu sárabótamarki.

Juventus 2 - 0 Lyon (Samanlagt 2-1)
Ítalskir meistarar níu ár í röð og Cristiano Ronaldo verið heitur fyrir framan markið. Þeir voru ekkert gríðarlega sannfærandi eftir að ítalska deildin fór aftur af stað en það spilar stóra rullu að Lyon hefur aðeins spilað einn keppnisleik síðan í byrjun mars. Ronaldo elskar Meistaradeildina og skorar alla vega eitt gegn franska liðinu. Aðalmarkmið Juventus er að vinna Meistaradeildina og hefur verið síðustu ár og kemst Juventus skrefi nær úrslitaleiknum í kvöld.

Staðan í heildarkeppninni:
Fótbolti.net - 7 stig
Kristján Guðmundsson - 5 stig
Óli Stefán Flóventsson - 4 stig
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner