Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 07. ágúst 2020 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Nuno Espirito Santo: Við þurftum að þjást
Nuno Espirito Santo
Nuno Espirito Santo
Mynd: Getty Images
Nuno Espirito Santo, knattspyrnustjóri Wolves, var himinlifandi eftir að liðið tryggði sig í 8-liða úrslit Evrópudeildarinnar í gær.

Wolves vann Olympiakos 1-0 með marki frá Raul Jimenez úr vítaspyrnu. Espirito Santo hefur tekist að byggja afar sterkt lið á síðustu árum og er hann ánægður með árangurinn.

„Við þurftum að þjást. Þetta var erfiður leikur og við lentum í vandræðum með þá. Strákarnir lögðu inn mikla vinnu í þetta en við vorum samt að þjást," sagði Nuno.

„Við byrjuðum leikinn vel og vorum með góða pressu og mikið með boltann. Við leyfðum Olympiakos að koma inn í leikinn og í seinni hálfleik byrjuðu þeir betur og við gátum ekki drepið leikinn. Þeir áttu mörg færi og við þurftum á markverðinum að halda og hann skilaði sínu."

Nuno segir að strákarnir fái kærkoma hvíld núna en liðið mætir Sevilla í 8-liða úrslitum.

„Þeir fá hvíld. Þeir þurfa á henni að halda. Þeir þurfa að jafna sig og svo fljúgum við til Þýskalands og sjáum hvað við komumst langt. Við eigum erfiðan leik framundan," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner