Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 07. ágúst 2022 23:24
Brynjar Ingi Erluson
Uppalinn hjá Liverpool en mun nú spila fyrir Everton
Conor Coady
Conor Coady
Mynd: EPA
Enski landsliðsmaðurinn Conor Coady er að ganga í raðir Everton á láni frá Wolves. Þetta kemur fram á Sky Sports.

Coady hefur verið lykilmaður í vörn Wolves síðustu ár en hann er uppalinn hjá Liverpool.

Hann spilaði tvo leiki fyrir Liverpool en var seldur til Huddersfield Town árið 2014 þar sem hann spilaði í eitt ár áður en Wolves keypti hann fyrir 2 milljónir punda.

Coady, sem er 29 ára gamall, hefur vaxið mikið sem leikmaður og átti stóran þátt í því að koma Wolves aftur í úrvalsdeildina árið 2018, en síðan þá hefur hann verið með betri miðvörðum deildarinnar og tekist að vinna sér sæti í enska landsliðinu.

Sky Sports segir að hann sé nú að ganga í raðir Everton á láni út tímabilið og fær félagið kauprétt á honum.

Everton gæti gengið frá viðræðunum fyrir næsta deildarleik liðsins gegn Aston Villa sem fer fram á laugardag.
Athugasemdir
banner