Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 07. september 2020 19:49
Ívan Guðjón Baldursson
Brentford lánar Patrik til Viborg (Staðfest)
Patrik varði mark U21 landsliðsins í 1-0 sigri gegn Svíum á dögunum.
Patrik varði mark U21 landsliðsins í 1-0 sigri gegn Svíum á dögunum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Patrik Sigurður Gunnarsson, markvörður unglingaliðs Brentford, hefur verið lánaður til danska félagsins Viborg út leiktíðina.

Patrik gekk í raðir Brentford fyrir tveimur árum en hann er uppalinn hjá Breiðabliki.

Hann þykir mikið efni og hefur spilað 22 leiki fyrir yngri landslið Íslands og er í A-landsliðshópnum sem mætir Belgíu annað kvöld.

Patrik hefur aðeins spilað einu sinni fyrir Brentford en á síðustu leiktíð var hann lánaður til Southend United í C-deildinni. Þar spilaði hann þó aðeins þrjá leiki áður en keppni var stöðvuð vegna Covid.

Viborg leikur í B-deild danska boltans og endaði liðið í öðru sæti á síðustu leiktíð með 59 stig úr 33 umferðum, níu stigum eftir toppliði Vejle.


Athugasemdir
banner
banner
banner