Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 07. september 2020 16:12
Ívan Guðjón Baldursson
Newcastle fær Fraser á frjálsri sölu (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Newcastle er búið að styrkja sóknina sína í dag. Félagið borgaði 20 milljónir punda fyrir Callum Wilson fyrr í dag og er nú einnig búið að staðfesta komu Ryan Fraser.

Fraser er kantmaður sem kemur á frjálsri sölu eftir að samningur hans við Bournemouth rann út í sumar. Fraser og Wilson voru samherjar hjá Bournemouth og áttu stórgott tímabil 2018-19 þar sem liðið skoraði 56 mörk.

Það tímabil skoruðu Wilson og Fraser í heildina 12 sinnum eftir stoðsendingu frá hvor öðrum. Aðeins einu sinni hafa tveir leikmenn náð betur saman, þegar Alan Shearer og Chris Sutton gerðu 13 mörk fyrir hvorn annan tímabilið 1994-95.

Síðasta tímabil var ekki jafn gott fyrir félagana og féll Bournemouth niður um deild.

Fraser er 26 ára gamall og á ellefu landsleiki að baki fyrir Skotland. Hann spilaði 208 leiki á rúmum sex árum hjá Bournemouth.

Arsenal og Tottenham voru meðal annars orðuð við Fraser fyrr á árinu en það verður gaman að fylgjast með honum og Wilson hjá nýju félagi.

Fraser, sem getur leikið á báðum köntum, skrifar undir fimm ára samning við Newcastle og mun berjast við menn á borð við Allan Saint-Maximin og Christian Atsu um byrjunarliðssæti.


Athugasemdir
banner
banner
banner