Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 07. september 2022 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Klopp lét blaðamann heyra það - „Þessi spurning hjá þér er vandræðaleg"
Mynd: Getty Images
Þýska stjóranum Jürgen Klopp var ekki skemmt er blaðamaður frá Napolí spurði hann út í það hvort honum finnst Napolí vera hættuleg borg.

Liverpool spilar við Napoli í Meistaradeild Evrópu í kvöld en enska félagið sendi frá sér tilkynningu og bað stuðningsmenn vinsamlegast um að halda sig frá ákveðnum stöðum.

Enska félagið fékk upplýsingar um það að mikið væri um glæpi í Napolí og ákvað því að miðla þessum upplýsingum til stuðningsmanna.

Blaðamaður Spazio Napoli spurði því Klopp hvort honum persónulega finnst Napolí vera hættuleg borg og var þýski stjórinn hissa á spurningunni.

„Þessi spurning hjá þér er vandræðaleg. Þú vild búa til fyrirsagnir og ég skil þetta ekki alveg. Ertu frá Napoli? Finnst þér þetta vera hættuleg borg? Ég lifi ekki venjulegu lífi í Napoli og er verndaður. Ég fer á hótelið og svo spyrð þú mig hvað mér finnst um Napoli."

„Þú veist nákvæmlega hvað fólk er að tala um. Ef nokkrir stuðningsmenn hitta nokkra aðra stuðningsmenn þá getur eitthvað gerst. Það hefur ekkert með borgina að að gera, en ég er ekki hér til að búa til fyrirsagnir fyrir þig og ef þú veist ekki um fleiri spurningar til að spyrja mig þá er það allt í lagi. Ég væri alveg til í að fara aftur upp á hótel og einbeita mér að leiknum á morgun ef ég á að vera hreinskilinn. Það er útlit fyrir að þú hafir ekki hugmynd um að hverju þú átt að spyrja lengur fyrst þú komst með þessa spurningu."
Athugasemdir
banner
banner