Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 07. september 2022 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Orri Steinn skoraði í sigri á Dortmund - Stórsigur hjá Al Arabi
Orri Steinn skoraði fyrir U19 ára lið FCK gegn Dortmund
Orri Steinn skoraði fyrir U19 ára lið FCK gegn Dortmund
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Orri Steinn Óskarsson, leikmaður FCK í Danmörku, skoraði í 2-0 sigri U19 ára liðsins á Borussia Dortmund í Meistaradeild unglingaliða í gær.

Íslenski framherjinn skoraði fyrra mark FCK í leiknum en það kom á 78. mínútu.

FCK spilar í riðli með sömu liðum og aðalliðin spila með og mun Orri því einnig mæta Sevilla og Manchester City.

Hann er einnig skráður í Meistaradeildarhóp aðalliðsins en var ekki valinn fyrir leikinn í gær. Hann gæti þó komið við sögu síðar á þessu ári.

Alex Þór Hauksson var í byrjunarliði Öster sem tapaði fyrir Jönköping, 2-1, í sænsku B-deildinni. Hann fór af velli á 83. mínútu leiksins. Öster er í 4. sæti með 37 stig.

Böðvar Böðvarsson lék allan leikinn fyrir Trelleborg sem tapaði fyrir Eskilstuna, 1-0, í sömu deild. Trelleborg er í 7. sæti með 33 stig.

Aron Einar Gunnarsson spilaði þá allan leikinn fyrir Al Arabi sem vann Al Sailiya, 5-1, í ofurdeildinni í Katar. Aron og hans menn eru á toppnum í Katar með 15 stig eftir sex leiki.
Athugasemdir
banner
banner