Cunha orðaður við þrjú félög - Garnacho til Chelsea? - Sjö á óskalistum Amorim - Hvað verður um Rashford? - Chelsea vill risaupphæð
   fim 07. september 2023 15:19
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Steini um Bryndísi Örnu: Mér finnst hún ekki klár í þetta
Icelandair
Bryndís Arna Níelsdóttir, sóknarmaður Vals.
Bryndís Arna Níelsdóttir, sóknarmaður Vals.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bryndís Arna Níelsdóttir, langmarkahæsti leikmaður Bestu deildar kvenna, er ekki í A-landsliðshópnum fyrir komandi leiki gegn Wales og Þýskalandi í Þjóðadeildinni.

Berglind Björg Þorvaldsdóttir er ólétt og það virðast vera vandræði með sóknarmannsstöðuna í landsliðinu, en samt fær Bryndís ekki kallið að þessu sinni. Hún er búin að skora 14 mörk með Val í Bestu deildinni í sumar.

„Bara, mér finnst hún ekki alveg klár í þetta," sagði Þorsteinn um Bryndísi og benti á að hún væri í U23 landsliðinu.

„Ég horfði á hana um daginn með U23 ára landsliðinu á móti Danmörku, það vantaði svolítið upp á hjá henni þar. Maður horfir svolítið í það á alþjóðlegum mælikvarða hvar leikmenn standa. Mér fannst hún ekki klár eins og staðan er í dag. Vonandi sýnir hún bara í komandi leikjum með U23 ára landsliðinu að hún sé klár í A-landsliðið."

Steini sagðist ekki hafa átt neitt samtal við Bryndísi í aðdraganda hópsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner