Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
banner
   lau 07. september 2024 17:53
Ívan Guðjón Baldursson
Meistaradeild kvenna: Valur steinlá í Hollandi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
FC Twente 5 - 0 Valur
1-0 Charlotte Hulst ('22)
2-0 Charlotte Hulst ('40)
3-0 Nikee van Dijk ('42)
4-0 Kayleigh van Dooren ('69)
5-0 Nikee van Dijk ('90)

Valur heimsótti hollenska stórliðið FC Twente í gríðarlega erfiðum slag í forkeppni fyrir Meistaradeild Evrópu í dag.

Twente var sterkari aðilinn á heimavelli og skoraði þrjú mörk í fyrri hálfleik. Heimakonur óðu í færum, á meðan Valur fékk einnig sín marktækifæri, og var staðan 3-0 í leikhlé.

Charlotte Hulst setti tvennu áður en Nikee van Dijk bætti þriðja markinu við.

Valur var sterkara liðið í síðari hálfleik en tókst ekki að nýta færin sín. Þess í stað skoraði Kayleigh van Dooren fjórða mark heimakvenna til að innsigla þægilegan stórsigur. Van Dijk bætti fimmta markinu við á 90. mínútu.

Valur er úr leik í Meistaradeildinni í ár eftir þetta tap, en sigur í dag hefði fleytt liðinu áfram í næsta hluta forkeppninnar.

Breiðablik er þessa stundina að keppa við Sporting CP frá Portúgal á heimavelli og er staðan 0-1 fyrir Sporting í leikhlé.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner