Bayern setur meiri kraft í viðræður við Musiala - Newcastle fylgist með Sane - Barcelona vill Kimmich
   lau 07. september 2024 21:20
Sölvi Haraldsson
Þjóðadeildin: Holland og Þýskaland með stórsigra
Mynd: Getty Images

Það fóru fjórir leikir fram í Þjóðadeildinni í kvöld sem voru að klárast rétt í þessu. Það var nóg af mörkum skoruðum og mikið um fína drætti.


Hollendingar unnu Bosníumenn 5-2. Staðan var 2-1 fyrir Hollandi í hálfleik en það var Joshua Zirkzee sem braut ísinn snemma leiks. Cody Gakpo bætti síðan við snemma í seinni hálfleik en Edin Dzeko minnkaði muninn þegar aðeins meira en korter var eftir af venjulegum leiktíma. 

Hollendingar kláruðu hinsvegar leikinn með tveimur mörkum í restina. Wout Weghorst skoraði á 88. mínútu og Xavi Simons bætti síðan við í uppbótartíma. 

Í sama riðli mættust Þýskaland og Ungverjaland. Þjóðverjar voru ekki í miklum vandræðum með Ungverjana en sá leikur fór 5-0, Þjóðverjum í vil. Musiala fór á kostum er hann skoraði eitt og lagði upp tvö. Florian Wirtz var þá líka á skotskónum og lagði einnig upp. 

Aðrir markaskorarar eru Kai Havertz. Niclas Fulkrug og Aleksandar Pavlovic. 

Albanar unnu þá Úkraínu 2-1 og Grikkir unnu Finnland 3-0.

A deild

Germany 5 - 0 Hungary

1-0 Niclas Fullkrug ('27 )

2-0 Jamal Musiala ('58 )

3-0 Florian Wirtz ('66 )

4-0 Aleksandar Pavlovic ('77 )

5-0 Kai Havertz ('81 , víti)

Netherlands 5 - 2 Bosnia Herzegovina

1-0 Joshua Zirkzee ('13 )

1-1 Ermedin Demirovic ('27 )

2-1 Tijani Reijnders ('45 )

3-1 Cody Gakpo ('56 )

3-2 Edin Dzeko ('73 )

4-2 Wout Weghorst ('88 )

5-2 Xavi Simons ('90 )

B deild

Ukraine 1 - 2 Albania

1-0 Yukhym Konoplia ('49 )

1-1 Ardian Ismajli ('54 )

1-2 Jasir Asani ('66 )

Greece 3 - 0 Finland

1-0 Fotis Ioannidis ('23 )

2-0 Benjamin Kallman ('37 , sjálfsmark)

3-0 Fotis Ioannidis ('76 )


Athugasemdir
banner
banner
banner