
Daníel Leó Grétarsson svaraði spurningum í viðtali þar sem hann ræddi um leik Íslands gegn Aserbaídsjan og svo leikinn sem er framundan í Frakklandi á þriðjudagskvöldið.
Ísland vann 5-0 gegn Aserum og byrjaði Daníel Leó í hjarta varnarinnar. Hann er ekki sammála fólki sem segir Aserana hafa spilað hörmulegan leik, hann er frekar á því að Ísland hafi spilað frábæran leik.
„Það eru margir að tala um að þeir hafi eitthvað spilað illa en mér fannst við bara eiga mjög góðan leik," sagði Daníel Leó sem er mjög spenntur að mæta Frökkum. „Maður er í þessu fyrir þessa leiki, að máta sig við bestu leikmenn heims. Við ætlum að gera okkar besta og reyna að stríða þeim. Við erum með háleit markmið."
Daníel Leó gæti fengið það hlutverk að passa upp á Kylian Mbappé, einn af allra bestu fótboltamönnum í heimi.
„Það verður örugglega frábært að eiga við Mbappé. Hann má eiga það að hann er fljótur en við höfum fulla trú á okkar hæfileikum og það fleytir manni langt."
Daníel ræddi svo mikið um dvöl sína hjá Sönderjyske í efstu deild danska boltans þar sem hann hefur verið að gera frábæra hluti í vinstri bakvarðarstöðunni þó hann sé miðvörður að upplagi.
06.09.2025 16:30
Mbappe jafnaði Henry
Athugasemdir