Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 07. október 2019 17:15
Magnús Már Einarsson
Parlour: Endalok á ferli Özil hjá Arsenal
Mesut Özil.
Mesut Özil.
Mynd: Getty Images
Ray Parlour, fyrrum miðjumaður Arsenal, hefur verið hrifinn af leikmönnum sem hafa verið að láta ljós sitt skína í byrjun tímabils.

Þýski miðjumaðurinn Mesut Özil er úti í kuldanum hjá Unai Emery þessa dagana en hann hefur ekki verið í leikmannahópnum í síðustu leikjum. Parlour telur að ferli Özil hjá Arsenal sé að ljúka.

„Ég hef verið mjög hrifinn af unglingunum sem eru að koma upp hjá Arsenal. Özil er ekki einu sinni í hópnum núna. Ég held að þetta sé líklega endirinn á ferli hans hjá Arsenal," sagði Parlour.

„Þú ert með leikmenn sem verðskulda frekar tækifæri heldur en hann í augnablikinu."

„[Bukayo] Saka hefur komið inn vinstra megin, þú ert með [Gabriel] Martinelli, sem hefur verið stórkostlegur og [Dani] Ceballos spilaði um helgina. Þeir eiga marga möguleika núna."

Athugasemdir
banner
banner