Olivier Giroud, framherji Chelsea og franska landsliðsins, skoraði tvö mörk er Frakkland vann Úkraínu 7-1 í vináttulandsleik í kvöld en hann er nú næst markahæstur í sögu landsliðsins.
Mörk Giroud komu á 24. og 34. mínútu og er hann því kominn með 42 landsliðsmörk. Þetta var þá 100. landsleikur hans og því vel við hæfi að fagna því með tveimur mörkum.
Fyrir leikinn var Michel Platini í 2. sæti yfir markahæstu menn með 41 mark en Giroud er nú kominn fram úr honum.
Thierry Henry er markahæsti leikmaður landsliðsins frá upphafi með 52 mörk en það er von fyrir Giroud að ná Henry enda lítur Dider Deschamps, þjálfari Frakklands, á Giroud sem lykilmann í hópnum.
Giroud hefur aðeins spilað 111 mínútur með Chelsea í deild- og bikar á þessari leiktíð og gert eitt mark.
Athugasemdir