Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 07. október 2020 07:00
Victor Pálsson
Giroud vill enda í Bandaríkjunum
Mynd: Getty Images
Olivier Giroud, framherji Chelsea, vill helst spila í Bandaríkjunum eftir tvö til þrjú ár þegar tíma hans í hæsta gæðaflokki er lokið.

Giroud er 34 ára gamall en hann hefur lengi spila á meðal þeirra bestu með bæði Arsenal og Chelsea.

Ljóst er að það er komið að seinni hluta ferilsins hjá sóknarmanninum en hann horfir ekki á það að snúa aftur til heimalandsins Frakklands.

„Að snúa aftur til Frakklands er ekki í forgangi. Það er ekki það sem ég myndi velja. Ég útiloka ekki neitt en ef ég þarf að færa mig um set þá mun ég leita að ævintýri erlendis," sagði Giroud.

„Ég vonast til að spila í hæsta gæðaflokki í tvö eða þrjú ár til viðbótar ef líkaminn leyfir. Eftir það þá fel ég ekki áhuga á að spila mögulega í Bandaríkjunum. Það kom til greina fyrir nokkrum mánuðum en þa var of snemmt."

„Ég mun hugsa mig um. Ég var nálægt því að skrifa undir í Ítalíu og veit að Ítalir eru hrifnir af reynslumiklum leikmönnum. Þetta mun snúast um rétt tækifæri á réttum tíma."

Giroud var nálægt því að fara til Inter Milan í janúar en ekkert varð úr þeim skiptum.

Athugasemdir
banner
banner