Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 07. október 2022 12:47
Elvar Geir Magnússon
Chelsea að ráða mann frá RB Leipzig í starf bak við tjöldin
Mynd: Getty Images
Chelsea hyggst ráða Christopher Vivell í stórt hlutverk bak við tjöldin sem tæknilegan ráðgjafa. Todd Boehly, eigandi Chelsea, er að endurskipuleggja félagið og hefur verið að skipta út stjórnendum.

Vivell er 35 ára og hefur verið hjá RB Leipzig síðan 2020 en hann fundaði með Chelsea í London á þriðjudaginn.

Talið er líklegt að Leipzig muni selja sóknarmann sinn Christopher Nkunku til Chelsea næsta sumar. Félagið ákvað í morgun að reka Vivell úr starfi þar sem hann var kominn í viðræður við Chelsea.

Vivell á að starfa á æfingasvæði Chelsea og sjá um það sem þar fer fram.
Athugasemdir
banner
banner
banner