Chelsea býst við að landa Guehi - Risaverðmiði á Isak - Mikill áhugi á Mateta
Tími kominn til að taka skrefið - „Hitti hann á göngugötunni á Tenerife"
„Pældi bara í því sem var á borðinu og Víkingur var númer eitt"
Ánægður með Þungavigtarbikarinn: Öðruvísi að hafa æfingaleikina sem mót
Dóri Árna: Erum í leit að hafsent og senter
Óli Valur skoraði gegn gömlu félögunum: Virkilega gaman, toppmenn
Markus Nakkim: Besta ákvörðunin fyrir mig að koma til Íslands
Unnur skiptir um félag í fyrsta sinn - „Þurfti á þessu að halda"
„Einhver áhugi en Stjarnan var alltaf að fara að vera valin"
Óskar Hrafn um félagskiptamarkaðinn: Verðum ekki mjög aktívir
Gylfi hefur heyrt í Arnari: Samband okkar hefur ekkert breyst
Sölvi Snær á varnaræfingum KSÍ: Fer betri leikmaður útaf þessum æfingum
Jörundur Áki: Þeir hafa margt fram að færa sem krakkarnir geta lært af
Hugurinn leitaði heim eftir góð ár í Árbæ - „Var svolítið ákveðin"
Norðurálsmótið 40 ára í sumar
Kári Árna: Týndu synirnir eru komnir aftur heim
Viktor Bjarki aðstoðar Sölva: Verið draumur mjög lengi
Sölvi fengið góðan skóla og stígur nú í stóra skó - „Búinn að heilaþvo mann síðustu sex árin"
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
   lau 07. október 2023 17:26
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Hallgrímur Mar vildi bæta stoðsendingametið - „Á eftir að láta suma félaga mína heyra það"
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Hallgrímur Mar Steingrímsson leikmaður KA var sáttur með sigur liðsins gegn HK í síðasta leik tímabilsins en hefði þó viljað vinna stærra.


Lestu um leikinn: KA 1 -  0 HK

„Fínt að klára þetta með sigri þótt ég hefði viljað setja fleiri mörk. 1-0 og leikur sem var ekki spilað mikið upp á en það var fínt að slútta þessu," sagði Hallgrímur.

Hann er svekktur með árangur liðsins í deildinni.

„Þetta var gaman meiri hlutann, fara í bikarúrslit og Evrópa var fín. Ef ég horfi á það var gaman en deildin fyrir mig var vonbrigði. Ég tel við vera með miklu betra lið en að enda í 7. sæti og með betra lið en sum í efri hlutanum. Ef maður lítur til baka eftir nokkra mánuði þá verður maður kannski ánægður að hugsa til Evrópu og bikarúrslitanna," sagði Hallgrímur.

Hallgrímur var með 13 stoðsendingar á tímabilinu sem er jöfnun á meti í efstu deild. Hann reyndi hvað hann gat að ná í fjórtándu stoðsendinguna í dag.

„Það gekk ekki og ég á eftir að láta suma félaga mína heyra það að klára ekki færin sem ég bjó til fyrir þá. Ég er stoltur að hafa náð að jafna það," sagði Hallgrímur.

KA tók á móti Forsetabikarnum í leikslok.

„Ég átti von á Hjörvari (Hafliðasyni) hingað, hann var eiginlega búinn að lofa mér því en ég verð bara að hitta hann seinna," sagði Hallgrímur.


Athugasemdir
banner
banner