Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
banner
   mán 07. október 2024 20:55
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ari kom úr leikbanni og hélt hreinu
Mynd: Kolding

Varnarmaðurinn Ari Leifsson tók út tveggja leikja bann í næst efstu deild í Danmörku eftir að hafa fengið rautt spjald í leik Kolding og Koge fyrir tæpum mánuði síðan.


Hann mætti aftur á völlinn fyrir helgi þegar liðið vann Hvidovre 2-1 eftir framlengdan leik í danska bikarnum.

Liðin mættust aftur í kvöld í deildinni en leiknum lauk með markalausu jafntefli.

Kolding er með 14 stig í 7. sæti deildarinnar eftir tólf umferðir en liðið hefur fengið átta mörk á sig, fæst allra í deildinni. Á móti kemur hefur liðið aðeins skorað níu mörk, fæst allra í deildinni.


Athugasemdir
banner
banner